Fréttir

17 maí 2006

Aðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar

Aðalfundur Stangaveiðifélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 30. maí kl. 20:00 á 4. hæð í gamla Barnaskólahúsinu á Akureyri. Gengið er um aðalinnganginn í norðvesturhorni hússins og þaðan farið sem leið liggur upp á 4. hæð þar sem Húsið, menningar- og upplýsingaþjónusta ungs fólks á Akureyri, hefur starfsemi sína

Dagskrá aðalfundar:

1. Fundarsetning, skipun fundarstjóra og fundarritara.
2. Fundargerð síðasta aðalfundar.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Reikningar félagsins.
5. Stjórnarkjör og kjör skoðunarmanna.
6. Ákvörðun um árgjald og inntökugjald.
7. Önnur mál.

Félagsmenn er hafa áhuga á því að bjóða sig fram til stjórnarkjörs eða starfa fyrir félagið á annan hátt er bent á að hafa samband fyrir aðalfund á svak@svak.is

Fjölmennum stundvíslega!
Stjórnin

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.