Fréttir

02 maí 2006

Hópferð í Brunná

Nokkrir félagar í SVAK, undir forystu Guðmundar Ármanns, hafa tekið frá tvö holl í Brunná næsta sumar og ætla að safna í hópa til að eiga góða veiðidaga í góðum félagsskap í fögru umhverfi Öxarfjarðar.

Fyrri hópurinn veiðir frá 17.-19. júlí en sá síðari frá 13.-15. ágúst.

Veitt er á þrjár stangir en Guðmundur telur sjálfsagt að 3ja-6 manna hópar verði saman á ferð og hafi það gott við ána. Ef sex fara saman þá eru tveir um hverja stöng og kostnaður aðeins 9.600 kr. á mann - nýtt veiðihús búið öllum þægindum innifalið! Ef menn vilja hafa stöngina út af fyrir sig þá eru þetta tveir stangardagar, hálfur-heill-hálfur, og kostnaður þá 19.200 kr. Veiðimenn eiga að hafa með sér svefnpoka og nesti.

Stefnt er að því að hafa góða kynningu á vegum félagsins um ána síðar í þessum mánuði. Hugmyndin er að í hvorum hópi verði veiðimaður sem hefur reynslu af veiði í þessarri frábæru silungsveiðiá. Brunná er fyrst og fremst bleikjuá. Sjógengin bleikja gengur upp Sandkvíslina í Jökulsánni, mjög algengt er að setja í fiska sem eru um 1,5 kg. Þarna er einnig staðbundinn urriði og þar sem Brunná rennur í Sandkvíslina er oft von í sjóbirtingi.

Sem áður segir hafa hollin tvö verið tekin frá og eru áhugasamir hvattir til að hafa beint samband við Guðmund Ármann sem allra fyrst í síma 864 0086 eða senda póst á netfangið garmann@vma.is.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
29.5.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
29.5.2020
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
30.5.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
19.8.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
19.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
1.6.2020
Svæði 5 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
1.6.2020
Svæði 2 Eftir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
1.6.2020
Svæði 5 Eftir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2