Stangaveiðifélag Akureyrar og Hermann Bárðarson leigutaki að Hrauni í Aðaldal bjóða félagsmönnum frábært kynningartilboð á veiðileyfum. Félagsmenn sem kaupa veiðileyfi í júní fá að velja sér til viðbótar samsvarandi veiðidag í júlí og einnig í ágúst.
Sem sagt þrír stangardagar á verði eins!
Athugið að tilboðið gildir aðeins til 22. maí. Fyrstur kemur - fyrstur fær.
Lausir dagar í júní:
8.6 - 1 stöng 20.6 - 3 stangir
9.6 - 1 stöng 22.6 - 3 stangir
13.6 - 3 stangir 23.6 - 3 stangir
15.6 - 3 stangir 24.6 - 3 stangir
17.6 - 3 stangir 27.6 - 1 stöng
Verð á dagstöng er 7.800.- kr. en með þessu tilboði fer dagstöngin niður í 2.600.- kr.!
Þó nokkrir prófuðu veiðisvæðið í fyrra og samkvæmt okkar heimildum ætla flestir að fara aftur í ár, enda svæðið skemmtilegt og auðvelt yfirferðar og með mikið magn af urriða sem oftar en ekki er í tökustuði. Þeir félagar sem sóttu um í úthlutun geta haft samband og gengið að sömu kjörum.
Nálgast má veiðikort, reglur og nánari upplýsingar um lausa daga í júlí og ágúst á www.hraun.com
Hafið samband við Ingvar Karl vegna veiðileyfa, svak@svak.is eða í 868-5225 eftir kl. 17:00.