Fréttir

06 maí 2004

Þröstur Elliða í kvöld kl. 20

Í kvöld kl. 20 verður Þröstur Elliðason með kynningu á veiðisvæðum í félagsheimili Stangaveiðifélags Akureyrar í Gróðrastöðinni við Krókeyri. Þröstur Elliðason er þekktur í heimi veiðimanna og átti meðal annars stóran þátt í ævintýrinu í kringum uppbyggingu laxveiða í Rangánum á sínum tíma. Hann leigir nú og ræktar laxveiðiár víðsvegar um landið og má þar nefna Hrútafjarðará og Breiðdalsá, auk þess sem hann hefur byggt upp mikla og góða urriðaveiði í Minnivallalæk. Þröstur ætlar að sýna frá veiðislóðum hringinn í kringum landið, fjalla um veiðistaði, bráðina og þær aðferðir sem gefast best. Félagar fjölmennum! Aðgangur að sjálfsögðu ókeypis.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.