Fréttir

25 apr. 2004

Arnarnesvatn - frá fræðslunefnd

Nokkrir félagar úr SVAK fóru ásamt börnum sínum að Arnarnesvatni seinnipart sumardagsins fyrsta og renndu fyrir bleikju í blíðskaparveðri. Vart var við talsvert af fiski víða um vatnið en ekki náðist nema einn ætilegur í þetta sinn og var það Björn Heiðar sem krækti í hann á spinner. Rúnar Þór landaði tveimur sem var sleppt. Guðmundur Ármann varð var við talsvert af fiski norður með malarkambinum og suma væna að sögn, en þeir eltu bara og vildu ekki meira. Elín misti vænan fisk ásamt krók og línu en aðrir urðu lítið varir. Það er hugur í nokkrum félagsmönnum að óska eftir því við stjórn að gera nýjan leigusamning fyrir þetta ár þar sem á síðasta ári vorum við allt of seinir í gang og misstum af besta tímanum í Arnarnesvatni eða Arnarnestjörn eins og einn kunnugur sagði að væri rétt heiti á þessu vatni. Fallegt er við vatnið, mikið og skemmtilegt fuglalíf, talsvert er af fiski fyrst á sumrin, stutt að keyra úr bænum og það eina sem þarf er að læra á vatnið. 

Með sumarkveðju frá fræðslunefnd; Rúnar Þór og Guðmundur Ármann

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
16 jún. 2019
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
16 jún. 2019
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
16 jún. 2019
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2

Laxá - Hraun
17 jún. 2019
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
17 jún. 2019
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
18 jún. 2019
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
14 ágú. 2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 2
15 ágú. 2019
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 2
15 ágú. 2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
16 jún. 2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 5.000 kr. - Stangir: 1
16 jún. 2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 5.000 kr. - Stangir: 2
16 jún. 2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 5.000 kr. - Stangir: 2