Fréttir

01 mar. 2004

Kastkennslan hafin

Pálmi Gunnarsson sýndi nokkrum áhugasömum félagsmönnum í SVAK snilldartakta í fluguköstum í kvöld og veitti þeim innsýn í leyndardóma betri kasttækni.

Um 15 manns komust að þetta fyrsta kvöld og kenndi Pálmi án endurgjalds. Kennt var í íþróttahúsi Oddeyrarskóla en heldur þótti salurinn lítill og hafa menn ákveðið að færa sig yfir á Svalbarðsströnd með framhaldið annað kvöld, þriðjudagskvöld. Stjórn félagsins vonast til að finna hentugt og laust húsnæði fyrir kastkennslu til að geta boðið öllu áhugafólki um fluguköst tilsögn. Við sjáum hvað setur en menn létu vel af kennslunni hjá Pálma í kvöld og skemmtu sér hið besta.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Oddeyrarskóla í kvöld þar sem Pálmi sýndi mönnum venjuleg köst, veltiköst, hið svonefnda stóra-veltikast og snákaköst svo eitthvað sé nefnt. Aðalmálið er að sögn Pálma, mýktin og að beita engum kröftum við köstin.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
16 jún. 2019
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
16 jún. 2019
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
16 jún. 2019
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2

Laxá - Hraun
17 jún. 2019
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
17 jún. 2019
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
18 jún. 2019
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
14 ágú. 2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 2
15 ágú. 2019
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 2
15 ágú. 2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
16 jún. 2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 5.000 kr. - Stangir: 1
16 jún. 2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 5.000 kr. - Stangir: 2
16 jún. 2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 5.000 kr. - Stangir: 2