Fréttir

17 feb. 2004

Umgengni við íslenskar ár

Dr. Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Líffræðistofnun Háskóla Íslands flytur fyrirlestur um umgengni við íslenskar ár.
Lífríki áa mótast af eðli vatnasviðanna, þ.e. af jarðfræði þeirra, landslagi og gróðurfari. Framleiðni vatnsfalla ákvarðast af lífrænni framleiðslu og lífrænu reki. Lífræn framleiðsa ræðst af veðrun berggrunns og jarðvegs á vatnasviðinu, viðstöðu vatns í stöðvötnum og ákomu lífræns grots, sem berst frá gróðri á vatnasviðinu.
Íslendingar hafa á 11 hundruð árum gjörbreytt gróðurfari á öllu Íslandi og hafa reyndar gert stóran hluta af hálendi landsins að eyðimörk. Einnig hafa  þeir verið iðnir við að þurrka upp votlendi á láglendi og þannig breytt  rennslishegðun vatna, sem og breytt efnasamsetningu í þeim. Virkjanaframkvæmdir og vegagerð hafa einnig breytt rennslishegðun vatnsfalla. Reynt verður að meta hvaða áhrif þetta hefur haft á dýralíf í ám á Íslandi.
Fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 19. febrúar, kl. 16 í Hátíðarsal Hólaskóla. Allir velkomnir!! 
(Tekið af heimasíðu Hólaskóla. www.holar.is)

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
16 jún. 2019
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
16 jún. 2019
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
16 jún. 2019
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2

Laxá - Hraun
17 jún. 2019
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
17 jún. 2019
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
18 jún. 2019
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
14 ágú. 2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 2
15 ágú. 2019
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 2
15 ágú. 2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 11.400 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
16 jún. 2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 5.000 kr. - Stangir: 1
16 jún. 2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 5.000 kr. - Stangir: 2
16 jún. 2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 5.000 kr. - Stangir: 2