Fréttir

13 feb. 2004

Vaxandi aðsókn

Með hækkandi sól er að lifna yfir félagsmönnum SVAK og hefur aðsókn að félagsheimilinu í Gróðrastöðinni verið vaxandi síðustu vikur. Góð mæting var á kynningarkvöldið þar sem Pálmi Gunnarsson fjallaði um sjóbleikjuveiðar á Grænlandi og ráku margir upp stór augu þegar þeir sáu myndirnar af allt að 24 punda risableikjum í höndum veiðimanna! Víst er að marga klæjar í fingurna að komast í þessa veiðiparadís og nú er bara að sjá hvort einhverjir SVAK-félagar sláist í för með Pálma.

Síðasta þriðjudagskvöld var einnig býsna þétt setinn bekkurinn á hnýtingakvöldi og er gaman að sjá ný andlit við borðið í félagsheimilinu. Miðað við þessa aðsókn í janúar og febrúar má ljóst vera að það verður þröng á þingi þegar líður að vori og hugur verður kominn í menn.

Vakin er athygli á því að kynningakvöld sem auglýst var 19. febrúar frestast um viku eða til 26. febrúar en þá ætlar Stefán Sigurðsson að kynna veiði í ám og vötnum hérlendis og erlendis. Stefnt er að því að senda út fréttabréf í næstu viku með nánari upplýsingum.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
18.8.2019
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
18.8.2019
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
18.8.2019
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá - Hraun
18.8.2019
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
18.8.2019
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
18.8.2019
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
28.8.2019
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
28.8.2019
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
29.8.2019
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
18.8.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
19.8.2019
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2