Fréttir

01 jún. 2003

130 stofnfélagar í Stangaveiðifélagi Akureyrar

Stangaveiðifélag Akureyrar (SVFA) var stofnað síðastliðinn laugardag og mættu rétt innan við 100 manns á stofnfundinn sem haldinn var á Hótel Kea. Nú þegar hafa um 130 manns skráð sig sem stofnfélagar. Fyrsti formaður félagsins var kjörinn Ragnar Hólm Ragnarsson en aðrir í stjórn eru Björgvin Harri Bjarnason, Ingvar Karl Þorsteinsson, Jón Bragi Gunnarsson, Kristján Hjálmarsson og María Ingadóttir.
Heiðursgestir á fundinum voru Kolbeinn Grímsson frá fluguveiðifélaginu Ármönnum í Reykjavík og Bjarni Ómar Ragnarsson og Marinó Marinósson úr stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Formaður SVFR, Bjarni Ómar, ávarpaði fundinn og fagnaði framtakinu. Kom meðal annars fram í máli hans að landslag í íslenskri veiðileyfasölu hefði breyst mjög á síðustu árum og full þörf væri á sterkum félögum veiðimanna sem keppt gætu við fyrirtækin á veiðileyfamarkaðinum.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
10.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
10.8.2020
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
2.9.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
3.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
10.8.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2
10.8.2020
Svæði 5 fyrir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 1
10.8.2020
Svæði 1 Eftir hádegi
Verð: 3.800 kr. - Stangir: 2