Það er okkur mikil ánægja að upplýsa að nú gefst SVAK félögum kostur á að versla veiðileyfi hjá Matthíasi hjá Icelandic fishing guide á allt að 20 % afslætti.
Um er að ræða nokkur veiðisvæði m.a Presthvamm í Laxá í Aðaldal sem þegar er kominn inná vef Veiðitorg.is og von er á fleirum svæðum eins og Lónsá á Langanesi og Hofsá í Lýtingsstaðahreppi en þau munu fara í sölu á Veiðitorginu um helgina.
Endilega kíkið á www.veiditorg.is og á www.icelandicfishingguide.com til að fá frekari upplýsingar um veiðisvæðin.