Aðalfundur SVAK var haldinn á dögunum að viðstöddu fámenni en góðmenni.
Dagskráin samanstóð af hefðbundnum aðalfundastörfum þ.s Guðmundur Ármann var kosinn fundarstjóri og Valdimar Heiðar fundarritari.
Í skýrslu Guðrúnar Unu formanns kom fram að vetrarstarf SVAK var býsna blómlegt á síðasta starfsári með sjö opin hús þ.s boðið var uppá fyrirlestra og kynningar af ýmsu tagi. Þá var einnig boðið uppá hnýtingar og kastkennslu.
Veiðileyfasala gekk framar vonum en bleikjuveiði dalaði frá síðasta ári sem er áhyggjuefni.
Félagið gerði tilboð í tvö veiðisvæði á síðasta ári þ.e Deildará og Flókadalsá en uppskar ekki.
Jón Bragi gjaldkeri félagsins lagði þá fram ársreikning félagsins og er félagið vel rekið og í góðum plúss.
Smá breyting var gerð á stjórn SVAK. Halldór Ingvason gekk úr aðalstjórn SVAK og þökkum við honum samstarfið og óskum honum velfarnaðar í Mývatnssveitinni. Í hans stað kom Valdimar Heiðar Valsson sem sat í varastjórn félagsins. Í varastjórn fengum við síðan nýjan mann en þ.e Þráinn Brjánsson og bjóðum við hann velkominn til starfa.