Fréttir

29 júl. 2015

Veiði í Ólafsfjarðará

Það hefur farið lítið fyrir veiðifréttum úr Fjarðará í Ólafsfirði enda litlar fréttir að hafa en áin opnaði um miðjan júlí. Sumarið hefur verið kalt og vatnshiti í ánni lágur sem gæti verið skýringin á lítilli veiði í ánni það sem af er sumri.
En nú horfir vonandi til betri tíma í firðinum fagra.
Guðmundur Ármann og Ragnar Hólm voru við veiðar í ánni fyrir skömmu en þeir hafa stundað ána um árabil.
Gefum Guðmundi  orðið:
"Ólafsfjarðará 25.7.
Dumbungur fram eftir degi en birti svo tíl síðdegis. Vatnið var nokkuð eðlilegt sumarrennsli en nokkuð kallt miðað við hásumar eða 4,5 gráður. Fjórar stangir voru í ánni 10 fiskar komu á land fallegar nýrunnar bleikjur á bilinu 35 -40 sm. Síðan kom í ljós að þær voru einnig fallega rauðar í kjötin eins og sjóbleikjur eru hvað bestar".

Vonandi er þetta byrjunin á einhverju góðu.

 

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.