Fréttir

09 júl. 2015

Góðar fréttir af Hrauni í Laxá í Aðaldal

Heyrðum í Hermanni Bárðarsyni leigutaka Hraunssvæðanna og Syðra-Fjalls í Laxá í Aðaldal í dag og færði hann okkur góðar fréttir úr Aðaldalnum.

Gefum Hermanni orðið:
"Veiðin á Hraunssvæðunum og Syðra-Fjalli er búin að vera mjög góð það sem af er sumri og er urriðinn óvenju vel haldinn, mjög þykkur og fallegur. Þá er meira af honum yfir 50 cm en oft áður en mest á bilinu 40-50 cm. Síðustu fjórir dagar hafa t.d. gefið 110 urriða á Hraunssvæðunum (fjórar stangir). Læt fylgja með mynd af ungum veiðimanni sem gerði það gott í gær og mokveiddi á Efra-Hrauni ásamt foreldrum og systkinum"

 Björn Hólm Birkisson ásamt móður sinni Guðlaugu Björnsdóttir.

Þessi veiðisvæði eru seld i hálfum dögum og eru á sanngjörnu verði en félagsmaður í SVAK borgar 4800 kr fyrir hálfan dag. Svæðin eru einnig rómuð fyrir góð skilyrði til þurrfluguveiða.
Nú er ekki eftir neinu að bíða, skelltu þér í Aðaldalinn. Leyfi má nálgast í vefsölunni okkar undir Veiðileyfi hér að ofan til vinstri.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.