Fréttir

19 apr. 2015

Þurrfluguveiðipistill á morgun mánudag

Á morgun mánudag mætir Bjarni Höskulds í Amaróhúsið og ætlar að fræða okkur um þurrfluguveiði.
Við hefjum leik kl 20 fyrir utan verslunina Veiðivörur, húsið opnar kl 19:45. Allir velkomnir.
Bjarni Höskuldsson hefur verið leiðsögumaður á bökkum Laxár í Laxárdal í fleiri ár og er einnig þrautreyndur þurrfluguveiðimaður.
Hann fer yfir helstu atriði þurrfluguveiðinnar og sýnir okkur myndbönd þessu tengt.Ef áhugi er fyrir hendi
stefnum við á námskeið af bakkanum í sumar.

Vonumst til að sjá sem flesta, nú fer að styttast í annan endann á opnu húsunum hjá SVAK.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.