Fréttir

20 jan. 2015

Vetrarstarfið hefst með "Veiðispjalli á þorra"

Jæja ágætu félagsmenn  SVAK og aðrir áhugamenn um stangveiði.

Þá fer að styttast í að árlegt vetrarstarf SVAK hefjist en n.k mánudag 26.janúar ætlum við að hittast í Amaróhúsinu við verslunina Veiðivörur undir yfirskriftinni "Veiðispjall á þorra".
Meðal efnis á dagskrá er ýtarleg greining Erlends Steinars á bleikjutölum síðastliðinna ára en hann hefur stúderað bleikjuna um árabil og haldið utan um veiðitölur fyrir Veiðimálastofnun.
 
Veitingar í anda þorraþræls.

Gestum gefst einnig kostur á að kíkja á útsöluna í Veiðivörum sem er í fullum gangi með 30-70 % afslætti af flestum vörum. Allt hnýtingarefni á 20 % afslætti.
Dagskráin hefst kl 20,vonumst til að sjá sem flesta,ókeypis aðgangur að venju.

Notum tækifærið og minnum á hnýtingarnámskeiðin sem SVAK stendur fyrir í Zontahúsinu.
2-3.febrúar kl 19:30 byrjendanámskeið
16-17.febrúar kl 19:30 framhaldsnámskeið
Sjá nánari umfjöllun hér neðar á heimasíðunni.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.