Fréttir

28 jan. 2014

Guðni með góðan fyrirlestur

Það var góð stemmnig í golfskálanum í gærkveldi á fyrsta kvöldi í vetrarstarfi stangveiðifélaganna SVAK, Flúða og Flugunnar þegar Guðni Guðbergsson frá Veiðimálastofnun mætti á svæðið og flutti pistil þar sem hann fór yfir veiðiárið 2013 og spáði fyrir um framhaldið.


Það var víða mok í laxveiðinni síðast liðið sumar sérstaklega á suður og vesturlandi en stangveiðisumarið var í flestum tilfellum lakara í öðrum landshlutum. Samkvæmt fyrri reynslu má ætla að veiðin fyrir norðan og austan fari batnandi en fyrri reynsla sýnir að góð veiði á suður og vesturlandi hefur verið fyrirboði um aukna veiði á norður og austurlandi árin á eftir. Guðni var því frekar bjartsýnn á framhaldið.

 Það er hinsvegar veruleg ástæða til að hafa áhyggjur af minnkandi bleikjuveiði um allt land og nefndi Guðni meðal annars Eyjafjarðará í því sambandi en hún var eitt sinn ein af flottustu bleikjuveiðiám landsins en er nú ekki svipur hjá sjón. Bleikjuveiði í Hörgá minnkar einnig á milli ára en heldur sér þó mun betur en sú fyrrnefnda.

Sjóbirtingurinn heldur áfram að sækja í sig veðrið í bleikjuveiðiám hér fyrir norðan og nefndi Guðni í því sambandi að hugsanlega mætti rekja það til hækkaðs hitastigs í ánum og hörfandi bleikju.En semsagt skemmtilegt kvöld í Golfskálanum í gær. Þökkum þeim sem mættu og minnum á að vetrarstarfið heldur áfram næsta mánudag í Amaróhúsinu í samstarfi við Veiðivörur.is en þá ætla Guðmundur Ármann og Ragnar Hólm að fjalla um Ólafsfjarðarána og Flugumenn munu kynna sín svæði þ.e laxveiðiána Hölkná í Þistilfirði og efra hluta Skjálfandafljóts og Hrúteyjarkvíslar.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
28.5.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
28.5.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
28.5.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
19.8.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
19.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
1.6.2020
Svæði 5 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
1.6.2020
Svæði 2 Eftir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
1.6.2020
Svæði 5 Eftir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2