Fréttir

05 des. 2013

Laxmenn fengu Skjálfandafljót

Eins og stangveiðiheimurinn veit fór Skjálfandafljótið í útboð fyrir skemmstu. Nú er búið að opna umslögin sem voru reyndar bara tvö og það voru Laxmenn sem hrepptu hnossið.

Hitt tilboðið sem kom í þetta umrædda vatnasvæði kom frá SVAK en það bauð 5 milljónir á ári í ána en samningurinn hljóðar uppá þrjú ár. Laxmenn buðu hinsvegar 8 milljónir og fengu Fljótið eins og fyrr segir. Stangveiðifélagið vonast þó til að geta boðið félögum sínum áfram uppá daga í Fljótinu eins og var í sumar og mun því kanna áhuga Laxmanna á einhverskonar samstarfi á komandi veiðisumri.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.