Fréttir

23 okt. 2013

Fluguhnýtingarnámskeið

                                    
Í haust er fyrirhugað er að halda fluguhnýtinganámskeið á vegum SVAK, ef næg þátttaka fæst.

Leiðbeinandi verður Jón Bragi Gunnarsson. Námskeiðið er haldið á þremur kvöldum frá 19:30 – 23:00.

Áætlaður kostnaður er 12.000 krónur.

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði í fluguhnýtingum s.s. tæki, króka, efni, efniskaup og hnýttar flugur þar sem flest öll tækni við fluguhnýtingar kemur fyrir. Allt efni er innifalið í námskeiðsgjaldi og öll tól og tæki sköffuð.

Áhugasamir sendi vefpóst á netfangið svak@svak.is, vinsamlega athugið að það er takmarkaður fjöldi á námskeiðin.

Meðfylgjandi mynd var tekin á fyrsta fluguhnýtingarnámskeiði sem var haldið á vegum SVAK fyrir rétt tæpum 10 árum síðan.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.