Fréttir

27 ágú. 2013

Góðar fréttir úr Ólafsfjarðará

Fín veiði hefur verið í Ólafsfjarðará undanfarið og nú eru 150 bleikjur skráðar í rafrænu veiðibókina hjá SVAK sem verður að teljast gott miðað við að ekki hefur verið hægt að fullnýta selda veiðidaga sökum mikils vatns í ánni sérstaklega fyrri part sumars.

Fengum fréttir frá tveimur veiðimönnum sem voru við veiðar í ánni 25.ágúst s.l og náðu að landa 30 bleikjum. Langflestar voru teknar á flugu. Hyljirnir sem voru að gefa mest voru hinn frægi Ingimarshylur, Hólshylur og Breiðan.Þá setti Úlfar Agnarsson veiðivörður þar ytra í lax í ánni í gær og fleiri slíkir höfðingjar hafa sést á sveimi í ánni.
Tveir laxar úr Ólafsfjarðará eru skráðir í rafrænu veiðibók SVAK  í fyrra. Þeir veiddust einmitt í lok ágúst og byrjun september.
Eigum talsvert af lausum stöngum í Ólafsfjarðará frá og með 4.september, sjón er sögu ríkari hér ofar á síðunni til vinstri undir veiðileyfi. Eftir 8.september kostar stöngin aðeins 4000 kr en fram að þeim tíma er hún á 6000 kr fyrir félagsmenn SVAK. Hvernig væri nú að kíkja út í fjörðinn fagra ?

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
28.5.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
28.5.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
28.5.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
19.8.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
19.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
1.6.2020
Svæði 5 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
1.6.2020
Svæði 2 Eftir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
1.6.2020
Svæði 5 Eftir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2