Fréttir

27 apr. 2013

Hörgá kemur vel undan vetri

Farið var í könnunarleiðangur í Hörgá þann 27.apríl 2013 til að sjá hvernig hún kæmi undan vetri. Eins og flestir vita mun Hörgáin opna 1.maí á þessu ári en hefur vanalega opnað í lok maí mánaðar eða í kringum 20 maí. Það eru því ekki nema örfáir dagar þangað til veiðiþyrstir einstaklingar geta farið að reyna við fiskinn í Hörgá.

Það er skemmst frá því að segja að það er mikið af fiski í Hörgá og því ættu veiðimenn að geta gert góða túra í maí mánuði. Áin er hvíld eftir veturinn og veiðistaðir óbarðir af veiðimönnum.
Við veiddum ekki lengi en lönduðum í 6 flottum og sprækum fiskum og settum í töluvert fleiri.
Mikið af fiski var á svæðinu hjá Hörgá brúnum og kom það fyrir að tveir veiðimenn settu í fisk á sama tíma þannig það var heldur betur fjör.


Alltaf gaman að sjá stöngina svigna.Nú er bara að bóka veiðileyfi og vera með þeim fyrstu sem fara í ánna því það er fátt skemmtilegra en að koma að hvíldri á þar sem fiskurinn er ekki styggur og i tökustuði eins og hann var hjá okkur í dag.Allar þessar myndir eru úr ferðinni og eru fleiri væntanlegar. Einnig ætlum við að reyna hlaða inn video úr ferðinni en það mun koma síðar.

Til að skoða laus veiðileyfi í Hörgá næstu daga er hægt að smella hér Hörgá sv1 og Hörgá sv2

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
29.5.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
29.5.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
29.5.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
19.8.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
19.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
1.6.2020
Svæði 5 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
1.6.2020
Svæði 2 Eftir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
1.6.2020
Svæði 5 Eftir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2