Fyrsta opna hús vetrarins verður haldið í versluninni Veiðiríkinu föstudaginn 14.desember á milli kl 19 og 21.
Veiðiríkið í samstarfi við SVAK býður stangveiðimönnum á Akureyri að kíkja í kvöldheimsókn.
Veiðiríkið bíður uppá 30 % afslátt af fluglínum og 25 % afslátt af veiðiflugum og veitir ennfremur 15 % afslátt af öðrum vörum hjá sér þetta kvöld.
Þá verður happahylurinn á sínum stað þ.s gestir geta unnið veiðileyfi á veiðisvæðum SVAK og fleira.
Léttar veitingar í boði.
Endilega kíkið við á Óseyrinni á milli kl 19 og 21 nk föstudag.
Allir velkomnir.
Nú teljum við niður dagana til fyrsta veiðitúrsins ☺️