Fréttir

09 sep. 2017

Fjör í Ólafsfjarðará

Hin ameríska Anna og Marinó Heiðar  "gædinn" hennar gerðu góða ferð í Ólafsfjarðará í gær.

Lönduðu 10 bleikjum og settu í lax í Ingimarshyl. 

Að sögn Marinós var þetta stór fiskur og stóð baráttan við að koma laxinum á land í einn og hálfan tíma. Því miður slapp fiskurinn enda græjurnar nettar,stöng fyrir línu nr 3. Laxinn tók í Ingimarshyl og gein við púpunni Zetor,svo hófust mikil hlaup og endaði ferðin niður á Breiðu þ.s laxinum fannst nóg komið og synti sína leið.

Anna var að vonum vonsvikin með missinn en þó alsæl með túrinn enda ekki á hverjum degi sem menn setja í lax í Ólafsfjarðará,hvað þá svona stóran. Þessi brosmilda veiðikona var ekkert á því að yfirgefa landið eftir þetta ævintýri.

Þokkalegasta veiði hefur verið í Ólafsfjarðará í sumar þó talsvert vanti uppá að bleikjufjöldinn nái sömu tölu og í fyrra.

Viljum við nota tækifærið og minna fólk á að skrá feng sinn í rafrænu veiðibókina á Veiðitorgi að veiðiferð lokinni og benda á að eitthvað er laust af stöngum í ánni sem lokar 20.september.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
6.7.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
6.7.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
6.7.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 1

Laxá í Aðaldal, Hraun
9.7.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
9.7.2020
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1
10.7.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 1

Ólafsfjarðará
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1
23.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 12.000 kr. - Stangir: 1
2.9.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
6.7.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
6.7.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
6.7.2020
Svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2