Fréttir

23 jún. 2017

Góð urriða og sjóbirtingsveiði í Svarfaðardalsá

Meðan beðið er eftir að sjóbleikjan gangi uppí árnar okkar er vert að egna fyrir urriða og sjóbirting sem talsvert er af bæði í Hörgá og Svarfaðardalsá.

Höfðum fregnir af veiðimönnum sem voru á svæði 1 í Svarfaðardalsá í vikunni. Elvar Freyr var hálfa vakt á fyrrnefndu svæði þriðjudaginn var og setti í 7 sjóbirtinga,sá stærsti 4-5 pund ( sjá mynd hér fyrir ofan). Fiskana fékk hann á maðk með lausa sökku.

Þá var Ásgeir Kr. við veiðar á sama svæði seinnipart s.l sunnudag og gerði sömuleiðis góða veiði. Setti í 11 fiska. Þar af voru sjö þeirra 3-5 pund og fjórir 2-3 pund (sjá mynd hér fyrir neðan)

 

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.