Fréttir

11 apr. 2013

Hofsá í Skagafirði komin í forsölu til félagsmanna

Hofsá í Skagafirði er nú komin í forsölu til félagsmanna SVAK. Stjórn SVAK gerði nýlega nýjan leigusamning við veiðifélag Hofsár til 5 ára sem er enduruppsegjanlegur að tveimur árum liðnum en eftir það árlega.


Veiðitímabilið byrjar fyrr en verið hefur eða 15.júlí og stendur til 4.október. Að þessu sinni verða stangirnar seldar stakar. Stangarverð fyrir félagsmenn er 3000 kr á virkum degi en 4500 kr um helgar. Forsölu Hofsár lýkur að þremur vikum liðnum.
Að þessu sinni bjóðum við ekki uppá húsnæði til leigu eins og verið hefur undanfarin ár en bendum á Mörtu í Litluhlíð í því sambandi en hægt er að hafa samband við hana á netfanginu litlahlid@isl.is og í síma 4538086/8234242. Nánari upplýsingar um þetta flotta veiðisvæði er að finna hér til hliðar.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.