Fréttir

25 jan. 2017

Vetrarstarf SVAK 2017

 Þá fer vetrarstarf SVAK að hefjast og verður það með svipuðu sniði og undanfarin ár þ.e opin hús með árkynningum og fyrirlestrum tengdum stangveiði, hnýtingar og kastæfingar.
Við fögnum samstarfi við verslunina Veiðiríkið í vetur. Þar munum við halda alla okkar viðburði fyrir utan kastæfingar,í sal á efri hæð húss verslunarinnar.

 

 

Hluti vetrarstarfsins hefur þegar verið negldur niður og er sem hér segir:

Opið hús 2.febrúar kl 20 þ.s Mokveiðifélagið segir okkur sögu Húseyjarkvislar í Skagafirði en áin hefur verið ræktuð upp s.l ár meðal annars með veiða og sleppa aðferðinni og nú eru menn farnir að njóta uppskerunnar. Sævar Örn Hafsteinsson, Þorsteinn Guðmundsson,og Árni Jóhannesson sjá um kynninguna. Þorralegar veitingar í föstu og fljótandi formi.

Hnýtingarnámskeið í samstarfi við verslunina Veiðiríkið dagana 28.febrúar,1.mars og 7.mars kl 17-20. Kennarar verða Jón Bragi Gunnarsson og Guðmundur Ármann Sigurjónsson. Áætlaður kostnaður 9000 kr fyrir öll þrjú skiptin. Skráning á svak@svak.is og í Veiðiríkinu.Nánar auglýst síðar.
Kastæfingar í Íþróttahöll Akureyrar sunnudagana 5.mars,19.mars og 26. mars kl 13-14. Þarna gefst fólki kostur á að mæta með stangirnar sínar og æfa fluguköstin. Leiðsögn á staðnum. Veiðiríkið mun einnig kynna það nýjasta í stöngum,línum og hjólum.

Stefnum á að vera með opin hús 1-2 í mánuði í vetur með árkynningum á öllum veiðisvæðum SVAK og fleiri ám í fjórðungnum.
Eins og hefur komið fram verða allir viðburðir SVAK fyrir utan kastæfingar haldnir í húsnæði Veiðiríkisins að Óseyri 2 efri hæð,gengið inn um verslunina.

Frítt er á alla viðburði SVAK fyrir utan hnýtingarnámskeiðið .

Vonumst til að sjá sem flesta.

Það styttist í vorið gott fólk 😉

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
24 ágú. 2017
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
24 ágú. 2017
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
24 ágú. 2017
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá - Hraun
24 ágú. 2017
1 stöng á efra svæði fyrir hádegi
Verð: 6.500 kr. - Stangir: 2
24 ágú. 2017
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 6.500 kr. - Stangir: 2
24 ágú. 2017
1 stöng á neðra svæði eftir hádegi
Verð: 6.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
30 ágú. 2017
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
31 ágú. 2017
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
31 ágú. 2017
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2

Svarfaðardalsá
24 ágú. 2017
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
24 ágú. 2017
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
25 ágú. 2017
1 stöng í heilan dag
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2