Fréttir

12 mar. 2013

Vel mætt á vetrarstarfið í gær

Vel var mætt á vetrarstarf stangveiðifélaganna í gær en á fjórða tug veiðimanna hlýddu á pistla kvöldsins. Þóroddur Sveinsson var með áhugaverðan pistil um rafrænar veiðibækur og kosti þeirra. Hann talaði einnig um þá tegundabreytingu sem orðið hefur á veiðinni í Hörgá sl ár með áherslu á urriðann. Á eftir stigu Svarfdælingar í pontu og voru með lifandi og skemmtilegar veiðistaðalýsingar úr Svarfaðardalsá. Þar fór fremstur í flokki Gunnsteinn Þorgilsson frá Sökku en honum til aðstoðar var Gunnar Guðmundsson fluguveiðimaður sem þekkir ána mjög vel.
Við þökkum ykkur sem mættuð kærlega fyrir komuna. Vetrarstarfið heldur áfam næsta mánudag með fyrirlestri Dr. Stefán Óla Steingrímssonar um "Óðalsatferli og stofnvistfræði ungra laxfiska. Vonumst til að sjá sem flesta þá líka.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.