Fréttir

06 feb. 2013

Ólafsfjarðará og Hölkná kynntar

Vetrarstarf stangveiðifélaganna SVAK, Flúða og Flugunnar hélt áfram s.l mánudag. Ragnar Hólm leiddi menn í allan sannleikann um hvernig krækja eigi í sjóbleikju í Ólafsfjarðaránni en SVAK og Flugan eru leigutakar að ánni. Ánni er skipt í tvö svæði og er veitt á tvær stangir á hvoru svæði. Aðeins eru seldir heilir dagar og eru svæðaskipti á vaktaskiptum. Forsala í Ólafsfjarðará hófst s.l mánudagsmorgun en almenn sala í ána hefst 1.apríl.

 Þá kynntu félagarnir Hannes og Snæbjörn Hölkná í Þistilfirði en stangveiðifélagið Flugan hefur verið með þessa laxveiðiá til margra ára. Á efstu myndinni má sjá Hannes lýsa einum af mörgum veiðistöðum í ánni sem heitir því skemmtilega nafni Undirlendahylur. Um 25 manns mættu á þessar árkynningar sem haldin var eins og alltaf í Amaróhúsinu í samstarfi við Veiðivörur.is.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
1.6.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
1.6.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2
1.6.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
4.6.2020
1 stöng á neðra svæði fyrir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2
4.6.2020
1 stöng á efra svæði eftir hádegi
Verð: 7.500 kr. - Stangir: 2

Ólafsfjarðará
19.8.2020
Efra svæði fyrir hádegi og neðra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
19.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 2
21.8.2020
Neðra svæði fyrir hádegi og efra eftir hádegi
Verð: 10.800 kr. - Stangir: 1

Svarfaðardalsá
1.6.2020
Svæði 5 fyrir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2
1.6.2020
Svæði 2 Eftir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 1
1.6.2020
Svæði 5 Eftir hádegi
Verð: 2.500 kr. - Stangir: 2