Fréttir

23 júl. 2012

Skemmtileg saga úr Svarfaðardalsá

Mjög góð bleikju veiði hefur verið á svæðum S.V.A.K það sem af er sumri og hefur Svarfaðardalsá ekki verið nein undantekning frá því.

En veiðimenn sem voru við veiðar í ánni þann 17júlí veiddu ekki einungis vel af bleikju heldur lentu í skemmtilegu atviki sem gefur til kynna hversu urriði getur verið ótrúlega gráðugur ránfiskur.

 

 

Við gefum Hákoni orðið:

"Dagurinn byrjaði vel þann 17/7 , það beit á næstum í hvert skipti sem kastað var út , við misstum jafn mikið og við náðum og Georg W sleit einu sinni þegar festist í steini , það komu 14 fiskar á land fyrir hádegi , eftir hádegi vorum við á leið vestan við sand hólana þegar Jón D ákvað að kasta út í strauminn að ganni , það beit ekkert á þannig að hann dregur inn , hann var við að kippa flotinu og maðkinum upp þegar 3,5 punda Urriði kemur næstum upp á land og tekur agnið , það var ekki erfitt að ná honum upp þar sem hann var næstum því á landi þegar hann tók , þegar Jón D ættlaði að losa út honum þá sjáum við að fiskurin er með aðra línu upp í sér og viti menn , þetta var línan sem Georg W hafði slitið fyrir hádegi , með spriklandi maðkinum á , fengum 2 Bleikjur og jú einn Kola við Hitaveiturörið , þannig að við ákváðum að gera að aflanum og okkur brá heldur betur í brún þegar við opnuðum 3,5 punda Urriðan því það var fugl í maganum á honum , geri ráð fyrir að þetta hafi verið ungi þar sem fuglinn var á stærð við Skógarþröst . 17 fallegir fiskar , 1 Koli og Fugl var veiði dagsins .  Veiðimenn dagsins voru Jón D Georgsson og Georg W Bagguley "

 

                        Andarungar þurfa ekki bara að vara sig á ránfuglum þessa dagana.

 

Ekki er þetta nú í fyrsta sagan sem heyrst hefur af urriða með unga í maganum og sjálfsagt ekki sú síðasta, en mikið kemur þetta nú alltaf skemmtilega á óvart hversu gráðugur fiskurinn getur verið.

Nú er að detta á einn besti bleikjutími ársins að margra mati þ.e. mánaðarmót júlí/ágúst og verður gaman að fylgjast með veiðinni næstu daga og vikur

Lausa daga í Svarfaðardalsá er að finna hér  sv1 sv2 sv3 sv4 sv5

Fleiri lausa daga á öðrum svæðum SVAK má finna hér Laus veiðileyfi


Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.