Fyrsti dagur sem veiðibók sýnir var 6.júlí og veiddust þá 2 vænar bleikjur í Bægisárhyl og voru þær 1,8 of 1,5kg.
Veiðibókin sýnir einnig að veitt var 11,12 og 13 júlí og var heldur betur góð veiði.
Þann 11 júlí veiddust 17 bleikjur og var agnið fluga.
Þann 12 júlí veiddust 10 bleikjur og var agnið spónn (Toby Svartur).
Þann 13 júlí veiddust 8 bleikjur og var agnið ýmist fluga, maður og spónn. Einn af þessum fiskum var veiddur í Bægisárgili.
Þetta þýðir að Bægisárhylur hefur skilað 36 bleikjum á aðeins 4 dögum.
Til að sjá veiðibók fyrir svæði 5a smelltu hér: http://www.svak.is/veidibok/tolur/veidibok.asp?svaedi=Hörgá 5a&ar=2012
Til að panta veiðileyfi í Hörgá svæði 5a smelltu hér: http://svak.is/default.asp?content=sidur&pId=33&svaedi=Hörgá 5a
Hér eru svo myndir úr Hörgá okkur til skemmtunar.
Einnig viljum við nota tækifærið og minna veiðimenn á að skila veiðiskýrlsum eftir að þeir hafa lokið veiði.
kv Stjórnin