Fréttir

22 apr. 2012

23/4 Bleikjan í eyfirskum ám

Vetrarstarf SVAK, Flugunnar og Flúða heldur nú áfram. Á morgun 23/4 spáum við í bleikjustofninn í Eyjafirðinum, skoðum veiðitölur, veltum fyrir okkur hvort stofnar séu að minnka og hvort og hvernig við því þurfi að bregðast. Pollurinn og veiðar á honum gæti líka komið til umræðu.
Stjórnarmenn úr veiðifélagi Eyjafjarðarár líta við og kynna breytingar á svæðaskipan. Einhverjir kynnu að vilja að spurja þá af hverju Eyjafjarðaráin er ekki með vefsölu eins og aðrar betri ár :) Við verðum á mjög óformlegum nótum og lítum á þetta sem spjall fremur en fyrirlestur eða erindi. Allir velkomnir. Heitt á könnunni og kalt í kælinum.... Amaróhúsinu kl. 20:00

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.