Stangaveiðifélag Akureyrar

12 sep. 2020
Nú fer að styttast í endann á veiðitímabilinu 2020. Hörgáin er opin fram að mánaðarmótum,svæði 4b og 5 b hafa þegar lokað. Svarfaðardalsá og Ólafsfjarðará eru opnar til 20.sept. Hraun í Laxá í Aðaldal lokaði 31.ágúst.
Minnum veiðimenn okkar að skrá í rafrænu veiðibókina. Þeir sem skrá fara í pott á hverju svæði/á og geta unnið stöng fyrir næsta tímabil.
Þessi fallegi hængur veiddist á svæði 4 b í Hörgá í byrjun ágúst og mældist 67 sm. Hann fékk að sjálfsögðu að lifa áfram en upplýsingar um hann má finna í rafrænu veiðibókinni okkar hér á síðunni okkar.

30 apr. 2020

Þann 1.maí bætist við skemmtilegur kostur við vorveiðina en þá opnar Hörgá. Það eru margir búnir að bíða spenntir eftir að geta byrjað að veiða í Hörgá enda veiðin á vorin oft ævintýraleg.

 


23 mar. 2020

Hörgá fer í forsölu til félagsmanna á morgun þriðjudag 24.mars og stendur til þriðjudagsins 31.mars.

Hörgáin bíður uppá 14 stangir sem skiptast á 7 svæði. Áin er seld í hálfum dögum.

Svæði 1 nær frá Hörgárósum að Votahvammi að austan sem er á móti Hesthólma að vestan. Veiðitímabil er 1/5-30/9


Svæði 2 nær að austan upp að Stekkjarhól í landi Djúpárbakka sem er á móts við bæinn Litla Dunhaga að vestan.Veiðitímabil er 1/5-30/9


Svæði 3 nær upp að Syðri-Tunguá að vestan og að Steðja að austan. Veiðitímabil er 20/6-30/9


Svæði 4a nær upp að ármótum Hörgár og Öxnadalsár. Veiðitímabil er 20/6-30/9


Svæði 4b er efsta svæðið Hörgárdalsmegin og nær upp að Básfossi. Veiðitímabil er 20/6-10/9


Svæði 5a er neðri hluti Öxnadalsár og nær frá ármótum að Jónasarlundi. Á þessu svæði er eftirsóttasti veiðistaður árinnar sem er Bægisárhylur. Veiðitímabil er 20/6-10/9


Svæði 5b er efra veiðisvæði Öxnadalsár og nær fram í Bakkasel að Nautá sem kemur ofan af Öxnadalsheiði. Aðeins leyfð fluguveiði á þessu svæði. Veiðitímabil er 20/6-10/9

Agn
1.-20. maí er fluguveiði eingöngu og skal sleppa öllum fiski.
Eftir það er allt venjulegt agn leyfilegt (fluga, beita eða spúnn) og enginn kvóti á afla.
Svæði 5b er þó eingöngu fluguveiði.

Eldri fréttir

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.